Sigurbergur Pálsson stofnaði bílavörubúðina Fjöðrina ásamt félaga sínum Snæland Grímssyni í skonsu á Hverfisgötu 108. Aðaláherslu lagði Sigurbergur á fjaðrir og fjaðrahluti í bíla, en fór fljótlega að flytja inn og selja pústkerfi, sömuleiðis að beygja púströr og smíða hér heima.

 

Framan af var það gert í Thorshlöðunni og notuð var heimasmíðuð handknúin beyjuvél gerð úr vörubílshásingu.

 

Þessi framleiðsla var fljótlega flutt niður í Súðarvog.

 

 

Þegar fyrirtækið var þriggja ára fékk verslunin rýmra húsnæði á Laugarvegi og þar með aðstöðu til að setja pústkerfi undir bíla.

 

 

Árið 1964 fluttist Fjöðrin í eigið húsnæði.

 

 

Árið 1970 hóf Fjöðrin að reisa húsnæði í Skeifunni 2. Auk þess var Fjöðrin með húsnæði á Grensásvegi 5 sem var undir hljóðkútasmíðina.

 

Fjöðrin var með um helming af heildar innflutningi, fyrir utan eigin framleiðslu á þessum árum.

 

 

Næstum frá upphafi höfðu tvær dætur Sigurbergs, Sigríður og Bára unnið við rekstur fyrirtækisins.

 

 

Árið 1998 hætti Sigurbergur rekstri fyrirtækisins og seldi dætrum sínum þremur sinn hlut í því. En fyrir áttu þær 50% samanlagt.

 

Pálína kom til liðs við systurnar og ráku þær fyrirtækið frá 1998 til 1999  þegar þær seldu.

 

 

Fjöðrin er elsta pústverkstæði landsins enn þann daginn í dag.

 

Verkstæðið var áfram starfrækt við Grensásvegi 5 (Skeifu megin) í 10. ár.

 

 

Feðgarnir Hólmar Heiðdal Hjálmtýsson og Smári Óskar Hólmarsson héldu áfram starfsemi á uppsetningu við pústkerfi og sérsmíði.

 

Í jan 2009 fluttist Fjöðrin í hentugra húsnæði við Dugguvog 21.

 

Hólmar Heiðdal Hjálmtýsson höf störf hjá Fjöðrinni árið 1980 og hefur rekið pústverkstæðið Fjöðrina allar götur síðan þá.

 

 

Fjörðrin Pústverkstæði
© 2009 Uppsetning og hönnun Hýsir.is